SPURT OG SVARAÐ
Hvernig panta ég gleraugu á netinu?
Það er mjög einfalt að panta gleraugu á vefsíðunni okkar, þú getur fundið einfaldar en greinagóðar leiðbeiningar á forsíðunni okkar, með bæði myndum og texta.
Get ég mátað gleraugun hjá ykkur?
Til að halda verðum í lágmarki þá bjóðum við eingöngu upp á netverslun. Tæknin gerir okkur hins vegar kleypt að leyfa fólki að máta gleraugu á netinu. Þú getur mátað valdar umgjarðir með því að smella á „mátaðu á netinu“ hnappinn
Hvernig virkar það að máta gleraugu á netinu?
Þú skoðar úrvalið og velur umgjörð þér sem finnst flott og smellir á hana.
Ef þú ert í tölvu þá ætti að birtast takki í gæra horninu á myndinni af umgjörðinni „mátaðu á netinu“
Ef þú ert í síma þá ætti að birtast takki fyrir neðan myndir af umgjröðinni „mátaðu á netinu“
Ath að það eru eingöngu valdar umgjarðir sem hægt er að máta á netinu
Hvað tekur langan tíma að fá gleraugu afhent?
Við gefum okkur allt að 6 vikur en venjulega ætti afhending ekki að taka lengri tíma en 3-4 vikur
Bjóðið þið upp á gleraugu með styrk?
Já þú getur pantað gleraugu með styrk á síðunni okkar. Þú velur þér umgjörð, ýmist venjulega umgjörð eða sólgleraugu og því næst færðu valmöguleika að bæta við styrk eftir þörfum.
Hvernig gler bjóðið þið upp á?
Við bjóðum upp á margar tegundir glerja. Hægt er að fá gler án styrks, lesgler, einfókus gler og margskipt gler. Þá bjóðum við upp á venjuleg gler, gler með blásgeislavörn og litað gler.
Ég er með gleraugnavottorð en veit ekki hvernig gler ég á að panta
Ef þú ert í vandræðum með að panta, ekki hika við að senda okkur tölvupóst á info@martinieyewear.is og við reynum að hjálpa og eftir atvikum leggja fram pöntun fyrir þig.
Hvernig hef ég samband?
Þú getur haft samband með því að senda tölvupóst á info@martinieyewear.is eða í gegnum samfélagsmiðla okkar.
Eru gleraugu niðurgreidd?
Flest stéttarfélög taka þátt í að niðurgreiða gleraugu en upplýsingar um það er hægt að nálgast á heimasíðu stéttarfélaganna eða með því að hafa samband við það. Oftast er það eingöngu glerin sjálf sem eru niðurgreidd en ekki umgjörðin sjálf. Þegar sótt er um styrk í gegnum stéttarfélag þarf yfirleitt að senda innn afrit af nótu sem og kvittun úr heimabanka.
Hvar eruð þið til húsa?
Til að halda verðum í lágmarki þá rekum við eingöngu netverslun og því er ekki hægt að koma á staðinn til þess að máta. Þú getur hins vegar mátað valdar umgjörðin á netinu hjá okkur.
Skilaréttur?
Þegar pönuð eru gleraugu með styrk þá fást gleraugun ekki endurgreidd enda er búið að skipta um gler í umgjörðinni sem er sniðið að þínu höfði. Hafir þú hins vegar pantað eingöngu umgjörð þá hefur þú lögbundinn 14 daga skilafrest.
Hvernig vel ég umgjörð sem passar mínu höfði?
Við erum eins misjöfn og við erum mörg, og það er ekki sama sem merki á því að gleraugu sem fara einum aðila vel, fari þeim næsta jafn vel. Þú getur mátað gleraugu hjá okkur á netinu"